Upcoming

Að fölna

hverfa inn

í bakgrunninn

ósjáanlegt

ómikilvægt


Fólk í fölnuðum fötum

Fölnað fólk í fötum

Fólk sem fölnar inn í fötin


Þó birtan sé óralítil, þá fölna gardínurnar samt


Minningar fölna

ljósmyndir fölna

vefnaður fölnar

blómin fölna

fólk fölnar

sagan fölnar


Ljóð eftir Maríu Kristínu H. Antonsdóttur

FÖLNA (e. FADE)  Exhibition 7. - 9. January 2022, in Hveragerði, Iceland.

(IS) Á danska Þjóðminjasafninu er að finna ljósmyndir af Íslendingum sem klæddir eru í íslenska þjóðbúninginn. Fyrir ári síðan erfði ég þjóðbúning sem langamma mín átti. Hann er grænn og gullitaður, og minnir mikið á búningana á ljósmyndunum. Myndirnar eru teknar á tímabilinu 1896-1927, af dönskum fornleifafræðingi að nafni Daniel Bruun. Myndirnar og einstaklingarnir sem á þeim eru, er ýmist lýst með tölustöfum eða stuttri orðarunu eins og ‘íslenskar konur í sparifötum’ (d. Islænderinder i festdragt). Einstaklingarnir eru sjaldan nafngreindir en virðast vera settir í sama flokk og það þjóðlega viðfangsefni sem verið er að skoða (þjóðbúningarnir). Líkaminn á bak við fötin missir sjálfsmynd sína og þ.a.l. verðleika sinn, þegar hann hverfur inn í efnið sem hann er í. 

Ég hef undanfarið unnið með ljósmyndirnar frá Daniel Bruun og prentað þær á mismunandi efnisbúta sem ég mun sýna í litlu gróðurhúsi sem er hluti af Hveragarðinum, Hveramörk 13, 810 Hveragerði. Inni í gróðurhúsinu eru framandi plöntur eins og bananatré. Fyrir utan gróðurhúsið má sjá íslenska náttúru. Þetta samspil finnst mér spennandi að vinna með þegar ég hengi myndirnar upp. Hvenær er eitthvað framandi (e. exotic) - og hvenær er í lagi að skilgreina 'aðra' og menningu þeirra. 

Vona að sem flestir sjái sér fært að koma á sýninguna. Ég hef í ljósi COVID aðstæðna ákveðið að hengja verkið þannig upp að þeir sem koma ákveða sjálfir hvort þeir vilji koma inn í gróðurhúsið eða hvort þeir vilji standa fyrir utan. Sýningin verður s.s. aðgengileg bæði utan- og innandyra (nema ef eitthvað breytist í sambandi við takmarkanir)

Opnunartími er eftirfarandi:

7. Janúar kl. 17.00-20.00

8. Janúar kl. 12.00-16.00

9. Janúar kl. 12.00-16.00

Aðgangur er ókeypis

(EN) At the Danish National Museum, you can find archived photographs of Icelanders in Icelandic national costumes. One year ago, I inherited my great grandmother's costume. It is green and gold, and reminds me a lot about the costumes I see in the photographs. They are taken by a Danish archaeologist, who’s name was Daniel Bruun, and are mostly described with a number or a short description like ‘Icelandic women in party dresses’ (d. Islænderinder i festdragt). The individuals are rarely named, but it seems like they are a part of the ethnographical material that is being explored (the costumes). The body behind the clothes loses its identity and worth, when it fades into the fabric it is wearing. 

I have recently worked with Daniel Bruun’s photographs and printed them onto different pieces of fabrics. Those pieces will be a part of my exhibition FÖLNA (e. FADE) , located inside a small greenhouse at the Geothermal park in Hveragerði, Iceland (address: Hveramörk 13). Inside the greenhouse, there are exotic plants like a banana tree. Outside the greenhouse you can see Icelandic nature. I am intrigued to work with this interplay of two biospheres while installing the work. When is something exotic - and when is it okay to define ‘others’ and their cultural identity. 

I hope to see as many as are able to visit my exhibition. In the light of the current situation with COVID-19, I’ve decided to install the work, so it can be viewed from both sides of the greenhouse’s windows. It means that if you do not want to go inside of the greenhouse, you are still able to view the exhibition from outside. 

Opening hours:

 7. Januar 17.00-20.00

8. Januar 12.00-16.00

9. Januar 12.00-16.00 

No entry fee 

(DK) På Det Danske Nationale Museum findes der arkiverede fotografier af Islændinge, iklædt traditionelle islandske dragter. Jeg har under corona nedlukningen i 2021 arvet min oldemors dragt fra 1900 tallet. Den kan jeg genkende på fotografierne. Fotografierne er taget mellem 1896-1927 af en dansk arkæolog, ved navn Daniel Bruun. De ligger på museet, og indgår, som en fast del af hans samling. Menneskene på fotografierne bliver dels beskrevet og fremstillet med et tal eller en lille tekst, som fx. ‘Islænderinder i festdragt’ eller ‘kvinde i dragt’. Kroppen der står bag ved dragten bliver ligegyldig og forsvinder lige så stille, ind i det stof den bærer. Personerne har sjældent et navn, da de bliver betragtet, som en del af det etnografiske materiale, som de indgår i. De fremstilles, som en eksotisk masse, der er passiv i sin egen fortolkning.

Jeg har på det sidste arbejdet med Daniels fotografier og printet dem på forskellige stykker af stof som indgår i min udstilling FÖLNA (d. FALME). Udstillingen afholdes inden i et lille drivhus ved Hveragarðurinn (Hveramörk 13, 810 Hveragerð, Island). Inden i drivhuset er der bl.a. nogle eksotiske planter som et banantræ. Uden for drivhuset ser man den islandske natur. Mødet med disse to biosfære får en speciel betydening for installationen af mit værk. Hvornår er noget eksotiskt - og hvornår er det i orden at definere 'andre' og deres kulturalle fortælling. 


Using Format